Skip to content

Klængsbúðargengið

Lífið er núna !

Klængsbúðargengið

Lífið er núna ! 

Home

Um okkur

Við erum lítil fjölskylda sem hefur gaman að sprella og skemmta sér.  Við höfum í gegnum tíðina skapað þá hefð að búa til jólakort í myndasögustíl.  Nú eru kortin orðin ansi mörg og ákváðum við að búa til heimasíðu til að halda utan um þau og leyfa öðrum að hafa gaman af.

Þetta byrjaði allt saman árið 2008 og höfum við gert þetta á hverju árið síðan.  

Home

Um okkur

Við erum lítil fjölskylda sem hefur gaman að sprella og skemmta sér.  Við höfum í gegnum tíðina skapað þá hefð að búa til jólakort í myndasögustíl.  Nú eru kortin orðin ansi mörg og ákváðum við að búa til heimasíðu til að halda utan um þau og leyfa öðrum að hafa gaman af.

Þetta byrjaði allt saman árið 2008 og höfum við gert þetta á hverju árið síðan.  

Jólakort 2024

Þetta var árið sem Eva fermdist og hélt flotta veislu heima.  Af því tilefni fór fjölskyldan til Parísar sem hefur verið draumur hjá fermingarbarninu i mörg ár.  Á þessu ári fengum við hjónin fortíðarþrá fyrir útilegu og keyptum okkur tjald og drusluðum við öllum með í ferðalag sem heppnaðist vel. Hilmar fékk bílpróf á þessu ári og þeysist hann um götur landsins af miklu öryggi, við foreldrarnir pínu stessuð að horfa eftir honum að spæna upp malbikið
  

Home

Jólakort 2023

Stórir viðburðir á þessu ári og þá aðallega að húsfrúin varð 50 ára á þessu ári.  Smá skellur að ná þessum áfanga en hver dagur er gjöf í þessu lífi.  Við fögnuðum þessum merku tímamótum á Tenerife í sumar þar sem við nutum lífsins.  Hilmar útskrifaðist úr grunnskóla og hóf nám í Borgarholtsskóla í Reykjavík og fer hann í bæinn með pabba sínum á hverjum degi.

Home

Jólakort 2022

Veturinn byrjaði af krafti á þessu ári  og þurfti Ragnar að  vinna ansi oft heima sökum ófærðar  til  Reykjavíkur.  Það fór svo einn daginn að hann festist uppi á heiði ásamt fullt af fólki og þurfti að dúsa þar í marga klukkutíma.  Það voru því margir fegnir þegar sumarið kom með tilhlökkun um sól og hita, en sólin lét bíða eftir sér og var þetta sumar ansi kalt.  Við gátum þó ferðast víða og unnið í bústaðnum og heima í garðinum

Home

Jólakort 2021

Það var margt spennandi og skemmtilegt að gerast á árinu, en stærstu stundirnar voru m.a. ferming Hilmars Elisar þar sem undirbúningurinn var ansi taugatrekkjandi vegna covid takmarkanna.  En allt endaði það með dásamlegum degi.  Við áttum æðislega daga á Hornströndum í sumar í frábæru veðri með góðu fólki og rata margar myndir þaðan í kortið í ár.
Home

Jólakort 2020

Það var margt skrýtið við árið 2020 eins og hjá flestum.  Við gátum þó lyft okkur upp og skemmt okkur þrátt fyrir ýmsar hindranir, en þetta var svolítið tómlegt og einmanalegt, en það er von að betri tíð sé á næsta leiti..
Home

Jólakort 2019

Það var margt brallað á árinu 2019, sumarið var sérstaklega gott og fórum við í nokkrar ferðir um landið okkar fagra, einnig buðum við ættinni á fjölskyldumót í Þorlákshöfn sem skartaði sínu fegursta.  Einnig fylgdum við börnunum okkar á nokkur skemmtileg mót í sínum íþróttum víðsvegar um landið..
Home

Jólakort 2018

Það helsta af þessu ári var að það bættist við nýr fjölskyldumeðlimur, kötturinn Krummi.  Einnig fór mikil vinna við að klára lóðina okkar.

Home

Jólakort 2017

Á þessu ári stóð upp úr flutningar í nýtt bæjarfélag og allar þær breytingar sem því fylgir.  Einnig fórum við í skemmtilega utanlandsferð til Þýskalands.

Home

Jólakort 2016

Við fórum í tvær skemmtilegar ferðir á þessu ári. Öll fjölskyldan fór í Hlöðuvík í sumarfríinu og svo fórum við hjónin í fyrstu utanlandsferðina okkar saman.  Eva kláraði leikskólann og var formlega ekki lengur lítil prinsessa.

Home

Jólakort 2015

Öll fjölskyldan fylltist metnaði og fór að stunda íþróttir af kappi.  Eva stundaði fimleika, Hilmar sund og við hjónin fengum þá flugu í höfuðið að hlaupa heilt maraþon.

Home

Jólakort 2014

Veturinn byrjaði af krafti á þessu ári  og þurfti Ragnar að  vinna ansi oft heima sökum ófærðar  til  Reykjavíkur.  Það fór svo einn daginn að hann festist uppi á heiði ásamt fullt af fólki og þurfti að dúsa þar í marga klukkutíma.  Það voru því margir fegnir þegar sumarið kom með tilhlökkun um sól og hita, en sólin lét bíða eftir sér og var þetta sumar ansi kalt.  Við gátum þó ferðast víða og unnið í bústaðnum og heima í garðinum 

Home

Jólakort 2013

Þetta árið fórum við í hjólabúð að kaupa eitt hjól en komum út með þrjú stykki.  Ragnar skellti sér í hjólahóp og fór að taka þátt í hverri keppninni á fætur annarri og klappstýruliðið var aldrei langt undan.

Home

Jólakort 2012

Enn eitt árið eru hlaup foreldranna fyrirferðamikil á árinu.  Við eltum hvort annað á fjölbreyttar keppnir og hvöttum hvort annað og öll fjölskyldan lagði land undir fót til að hlaupa um fjöll og firnindi.  Börnin taka þessu brölti foreldra sinna með stóiskri ró og gleði

Home

Jólakort 2011

Við fengum þá hugmynd að það væri sniðugt að hlaupa og fórum að stunda það af kappi enda hollt og skemmtilegt.  Margar útilegur um landið með börnin.

Home

Jólakort 2010

Þetta árið fjölgaði í fjölskyldunni og Eva Karen litar líf okkar af gleði og grallaraskap.  Eldgos á fimmvörðuhálsi skók landið og allir vildi horfa á, m.a. Ragnar sem skundaði upp hálsinn ásamt systur sinni.

Home

Jólakort 2009

Það var komin reynsla á kærustuparið og við vildum gifta okkur þetta árið.  Við fórum með tjaldið og lögðum land undir fót.  Þetta var ár sorgar en einnig gleði…

Home

Jólakort 2008

Hér hefst sagan, við erum nýflutt í Kjarrhólmann og lífið snerist um Hilmar Elis.  Einnig var þetta árið sem landið hrundi, en það var ekki nógu merkilegt og því ekki fjallað um það í þessu korti.

Home